Ferill 201. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1993–94. – 1063 ár frá stofnun Alþingis.
117. löggjafarþing. – 201 . mál.


1055. Breytingartillögur



við frv. til l. um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, öðrum en hvölum, og brtt. á þskj. 1053.

Frá Tómasi Inga Olrich, Árna M. Mathiesen, Petrínu Baldursdóttur,


Árna R. Árnasyni og Láru Margréti Ragnarsdóttur.



    Við 3. gr. Í stað orðsins „veiðistjóraembættinu“ í 2. málsl. 2. mgr. komi: Fuglaverndarfélagi Íslands.
    Við 4. gr. Í stað 1.–5. mgr. komi tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur umsjón með og stjórnar þeim aðgerðum af opinberri hálfu sem ætlað er að hafa áhrif á stofnstærð og útbreiðslu villtra dýra eða tjón af þeirra völdum, sbr. VI. kafla laga þessara.
                  Náttúrufræðistofnun Íslands leiðbeinir þeim sem stunda veiðar og aðrar aðgerðir til þess að koma í veg fyrir tjón af völdum villtra dýra. Stofnunin getur með leyfi ráðherra gerst aðili að rekstri hundabús til ræktunar og þjálfunar minkaveiðihunda.
    Við brtt. 1053, 11. Í stað orðsins „veiðistjóri“ í 1. mgr. komi: Náttúrufræðistofnun Íslands.
    Við brtt. 1053, 12. Í stað orðanna „veiðistjóraembættinu“ í 1. mgr., „veiðistjóraembætti“ í 2. mgr., „veiðistjóraembættis“ í 2. og 3. mgr. og „veiðistjóra“ í 3. mgr. komi (í viðeigandi beygingarföllum): Náttúrufræðistofnun Íslands.
    Við brtt. 1053, 13. Í stað orðsins „veiðistjóraembættis“ í 2. og 3. mgr. komi: Náttúrufræðistofnunar Íslands.
    Við 14. gr. Í stað orðsins „Veiðistjóri“ í 3. mgr. komi: Fulltrúi Náttúrufræðistofnunar Íslands og í stað orðanna „veiðistjóra“ í 4. mgr. og orðanna „veiðistjóraembættið“ og „veiðistjóraembættisins“ í 1. mgr. komi (í viðeigandi beygingarföllum): Náttúrufræðistofnun Íslands.
    Við brtt. 1053, 17. Í stað orðsins „veiðistjóraembættinu“ í 2. mgr. komi: Náttúrufræðistofnun Íslands.
    Við frumvarpið bætist ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
                  Starfsemi embættis veiðistjóra skal haldast óbreytt þrátt fyrir ákvæði 4., 12., 13., 14. og 22. gr. laga þessara til 1. janúar 1995.